Ef þú ert í e-um vafa sendu okkur þá línu á Sparta@Sparta.is eða bjallaðu í okkur í 554 1200

 

Hvað bjóðum við upp á?

Sparta300

Trompið okkar.  
Hóptímar sem byggja á sex vikna stignun í æfingaálagi, þ.e. fyrsta vika er léttust, önnur vika erfiðari og koll af kolli þar til í sjöttu viku þegar allt er á suðupunkti.

#TeamSparta

Framtíðar íþróttafólk ásamt þeim allra fremstu fá hérna tækifæri og tæki í hendurnar til að bæta sig enn meira og verða liði, íþrótt og þjóð til sóma í keppni. 
Hérna verða þau bestu enn betri!

Titan

Titanæfingar eru erfiðari en aðrar, við förum eins langt og líkaminn leyfir þér, síðan stökkvum við fram af brúninni.
Allir Spartverjar geta verið með EF þeir standast inngönguprófið sem reynir á þrjá þætti; Kraft, Styrk og Þol. Prófið er haldið reglulega og þarf að ná því í hvert sinn til að haldast í hópnum EN það breytist í hvert sinn og því þarf að vera tilbúin/-nn.

Xpress

Stuttan útgáfan af Sparta300 tímunum fyrir þá tímabundnu. Xpress er í hádeginu alla virka daga og seinnipartinn á föstudögum. 
Við fylgjum Sparta300 tímanum en styttum hann þar til hann er 30 mínútur. 

Drullumall

Laugardagar (og rauðir dagar) eru skemmtunin okkar! Hver þjálfari fær að leika sér með uppsetninguna og það er von á ÖLLU.
Skemmtun er aðalatriðið og Spartverji hefur ALDREI komið út úr Drullumalli öðruvísi en brosandi!

​Íþróttafélög

Meistara- og yngri flokkar fjölmargra félaga treysta Spörtu fyrir sinni styrktarþjálfun. 
Undanfarinn áratug hefur amk einn titill komið í hendur liða Spörtu á hverju ári.