Af hverju að æfa í Spörtu?

Æfingar í Spörtu byggja á reynslu og þekkingu á rúmlega 20 ára þjálfunarferli Fannars, allt sem gert er í Spörtu er gert af ásetningi, það eru engar tilviljanir. Við leggjum áherslu á að allir komi heilir af æfingu, sterkari en þeir/þær voru áður og tilbúin í ALLT sem lífið getur hent í okkur.

Spartverjar eru síðan ein aðalástæðan til þess að æfa í Spörtu, þar er samankomið skemmtilegasta fólk sem þú finnur.

ALLTAF stutt í gamanið og þegar þú kynnist þeim, brosir þú allan daginn sömuleiðis. 

Hvað er Sparta?

Sparta skiptist í tvennt; Heilsurækt og Þjálfunarstöð.
Heilsuræktin snýst um að koma okkur "venjulega" fólkinu (endilega reynið að finna "venjulegan" Spartverja, það er snúið verk) í besta ástand sem hægt er á skemmtilegan máta.
Þjálfunarstöðin snýst um að búa framtíðaríþróttafólkið enn betur undir ferilinn sem framundan er með því að byggja þeim góðan grunn og hinsvegar líka að hjálpa okkar fremsta íþróttafólki við að ná enn lengra og hreyfa við markmiðum sínum.
Sparta hefur það að markmiði að öllum líði vel á æfingum og hefur með það fyrir sjónum sett sér þau einkunnarorð m.a. að vera "heimilislegasta stöðin á Íslandi".